Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur

Verknúmer : SN110108

114. fundur 2015
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 18/2011, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 ásamt kæru dags. 28. febrúar 2011 á samþykkt skipulagsráðs frá 1. desember 2010 á deiliskipulagi athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði vegna tímabundinnar starfsemi Fisfélagsins. Í kærunni er auk þess krafist stöðvunar framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



21. fundur 2013
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 18/2011, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 ásamt kæru dags. 28. febrúar 2011 á samþykkt skipulagsráðs frá 1. desember 2010 á deiliskipulagi athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði vegna tímabundinnar starfsemi Fisfélagsins. Í kærunni er auk þess krafist stöðvunar framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. maí 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. maí 2013 samþykkt.

235. fundur 2011
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 18/2011, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 ásamt kæru dags. 28. febrúar 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Hólmsheiði í Reykjavík.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.