Bergstaðastræti 13

Verknúmer : SN110099

237. fundur 2011
Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 25. mars 2011 vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. febrúar 2011, sem borgarráð staðfesti hinn 24. sama mánaðar, um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.



235. fundur 2011
Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda á lóðinni að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.



235. fundur 2011
Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. febrúar 2011, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti. Einnig er krafist stöðvunar framkvæmda. Ennfremur lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. febrúar 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.