Skólagarðar

Verknúmer : SN110077

241. fundur 2011
Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 1. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011 og tölvupóstur hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis dags. 30. mars 2011 og hverfisráðs Laugardals dags. 31. mars 2011. Samþykkt var að framlengja frest til að skila inn umsögn til 15. apríl 2011 og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals dags. 7. apríl 2011, umsögn Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 11. apríl 2011 og bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 12. apríl 2011.



Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við breytta notkun á húsunum við Logafold 106b og Holtaveg 32 í samræmi við framlagðar bókanir hverfisráða Grafarvogs og Laugardals. Hafa skal samráð við embætti skipulagsstjóra um útfærslu breytinganna og huga skal sérstaklega að aðstöðu fyrir fjölskyldur sem nýta sér aðstöðu garðanna. Ekki er unnt að afgreiða fyrirspurn um breytta notkun að Bjarmalandi á jákvæðan hátt, að svo stöddu, í ljósi þess að hverfisráð Háaleitis og Bústaðahverfis leggst gegn fyrirhuguðum breytingum í umsögn sinni og er óskað eftir því að Framkvæmda- og eignasvið rýni tillögu sína betur með vísan til athugasemda ráðsins.

347. fundur 2011
Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 1. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011 og tölvupóstur hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis dags. 30. mars 2011 og hverfisráðs Laugardals dags. 31. mars 2011. Samþykkt var að framlengja frest til að skila inn umsögn til 15. apríl 2011 og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals dags. 7. apríl 2011, umsögn Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 11. apríl 2011 og bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 12. apríl 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

344. fundur 2011
Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 11. mars 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá hverfaráði Laugardals og Háaleiti ásamt hverfaráði Grafarvogs og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis dags. 30. mars 2011 og tölvupósti hverfisráðs Laugardals dags. 31. mars 2011.
Samþykkt að framlengja frest til að skila inn umsögn til 15. apríl 2011.

341. fundur 2011
Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 4. mars 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011.
Vísað til umsagnar hjá hverfaráði Laugardals og Háaleiti ásamt hverfaráði Grafarvogs. Óskað er eftir því að umsögnin berist skipulags- og byggingarsviði fyrir 1. apríl nk.

340. fundur 2011
Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 25. febrúar 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

339. fundur 2011
Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra.
Frestað.