Skipulagsráð

Verknúmer : SN110059

233. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur."Á undanförnum árum hefur fjölgað þeim veitingastöðum sem bjóða þjónustu sína utandyra. Sem dæmi um það hversu stutt er síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru er að í Þróunaráætlun miðborgar, sem er frá árinu 2001, er ekki fjallað um veitingarekstur á gangstéttum og torgum borgarinnar. Þessi starfsemi setur þó sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar í þá veru að gera hana meira aðlaðandi og líflegri.
Í þeim tilgangi að skapa skjól fyrir viðskiptavini hafa víða í miðborginni verið settir upp lauslegir veggir af ýmsum toga. Sums staðar má bæta aðstöðu fyrir veitingaþjónustu utandyra og dæmi eru um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit.
Lagt er til að skipulagsstjóri móti drög að stefnu hvað varðar veitingarekstur utandyra og leggi fyrir skipulagsráð. Þær verði settar fram með aðgengilegum hætti og verði leiðbeiningareglur fyrir rekstraraðila veitingahúsa. Miðað verði við að leiðbeiningareglurnar verði tilbúnar á vefsvæði sviðsins í apríl mánuði. Haft verði samráð við veitingamenn og aðra sem málið varðar.
Einnig felur ráðið skipulags- og byggingarsviði að bregðast við því sem sett hefur upp á útisvæðum veitingahúsa í leyfisleysi.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.


232. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur."Á undanförnum árum hefur fjölgað þeim veitingastöðum sem bjóða þjónustu sína utandyra. Sem dæmi um það hversu stutt er síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru er að í Þróunaráætlun miðborgar, sem er frá árinu 2001, er ekki fjallað um veitingarekstur á gangstéttum og torgum borgarinnar. Þessi starfsemi setur þó sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar í þá veru að gera hana meira aðlaðandi og líflegri.
Í þeim tilgangi að skapa skjól fyrir viðskiptavini hafa víða í miðborginni verið settir upp lauslegir veggir af ýmsum toga. Sums staðar má bæta aðstöðu fyrir veitingaþjónustu utandyra og dæmi eru um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit.
Lagt er til að skipulagsstjóri móti drög að stefnu hvað varðar veitingarekstur utandyra og leggi fyrir skipulagsráð. Þær verði settar fram með aðgengilegum hætti og verði leiðbeiningareglur fyrir rekstraraðila veitingahúsa. Miðað verði við að leiðbeiningareglurnar verði tilbúnar á vefsvæði sviðsins í apríl mánuði. Haft verði samráð við veitingamenn og aðra sem málið varðar.
Einnig felur ráðið skipulags- og byggingarsviði að bregðast við því sem sett hefur upp á útisvæðum veitingahúsa í leyfisleysi.
Frestað.