Holtsgöng, nýr Landsspítali

Verknúmer : SN110036

237. fundur 2011
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram að nýju lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Isavia dags. 7. febrúar 2011, umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 15. febrúar 2011, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2011, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. febrúar 2011, umsögn Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar 2011, umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 17. febrúar 2011, umsögn Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar 2011, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011, umsögn Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011 og umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2011 varðandi umferðarspár.

Framlagðar umsagnir kynntar.

233. fundur 2011
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs dags. 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landspítalans við Hringbraut.



343. fundur 2011
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram að nýju lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011. Einnig lagðar fram umsagnir Isavia dags. 7. febrúar, Flugmálastjórnar Íslands dags. 15. febrúar, Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar, Umhverfisstofnunar dags. 16. febrúar, Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar, Seltjarnarnesbæjar dags. 17. febrúar, Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars og Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

334. fundur 2011
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

231. fundur 2011
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar Íslands, Isavia auk Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélaga. Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins