Kvosin

Verknúmer : SN100445

228. fundur 2010
Kvosin, arkitektasamkeppni
Lagt fram minnisblað Arkitektafélags Íslands dags. 1. desember 2010. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. í nóvember 2010.
Skipulagsráð felur embætti skipulagsstjóra að hefja þegar undirbúning að keppnislýsingu tveggja þrepa hönnunarsamkeppnis í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Lögð er áhersla á að í fyrra þrepi keppninnar verði fjallað um endurskoðun á skipulagi Ingólfstorgs og nágrennis en nánari afmörkun verður skilgreind í keppnislýsingunni.
Markmið samkeppninnar skal vera að styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði auk þess sem gert verður ráð fyrir uppbyggingu í hæsta gæðaflokki. Í síðara þrepi samkeppninnar skal hanna hótelbyggingu í samræmi við niðurstöður fyrri hluta samkeppninnar.