Kaplaskjól

Verknúmer : SN100380

221. fundur 2010
Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 22. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að á lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli sé gert ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum í stað fjögurra.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins


323. fundur 2010
Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 22. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að á lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli sé gert ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum í stað fjögurra. Einnig er bætt inn í skilmála kvöð um aðgerðir vegna hljóðvistar í samræmi við álitsgerð Framkvæmdasviðs janúar 2007, Minnisblað og hljóðmælingar Línuhönnunar dags. 13. mars 2007, greinargerð Trivium ráðgjafar og dæmi um útfærslu veggjar dags. 23.apríl 2007.
Vísað til skipulagsráðs.