Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður
Verknúmer : SN100358
218. fundur 2010
Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 30. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Breytingin felur í sér gatnamót og biðstöð fyrir almenningsvagna ásamt nýrri vegtengingu að bílastæðum við gönguleið á Þverfellshorn, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 29. september 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
320. fundur 2010
Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 30. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Breytingin felur í sér gatnamót og stoppistöð fyrir almenningsvagna ásamt nýrri vegtengingu að bílastæðum við gönguleið á Þverfellshorn, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 29. september 2010.
Vísað til skipulagsráðs.