Nýr Landspítali við Hringbraut

Verknúmer : SN100329

228. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Einars Eiríkssonar dags. 30. nóvember 2010 fh. samstöðuhópsins Verjum hverfið ásamt undirskriftarlista 114 íbúa við Barnósstíg að austan, Njarðargötu að vestan, Sóleyjargötu, Smáragötu, Laufásvegi og Bergstaðastræti.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl 10:17 þá var einnig búið að afgreiða mál nr. 11 á fundinum.

Helga Bragadóttir og Helgi Már Halldórsson kynntu.

227. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Einars Eiríkssonar dags. 30. nóvember 2010 fh. samstöðuhópsins Verjum hverfið ásamt undirskriftarlista 114 íbúa við Barnósstíg að austan, Njarðargötu að vestan, Sóleyjargötu, Smáragötu, Laufásvegi og Bergstaðastræti.
Hrólfur Jónsson sviðsstjóri og Guðfinna Guðmundsdóttir lögfræðingur á Framkvæmda- og eignasviði kynntu.

328. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010.
Frestað.

224. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010.
Staða málsins kynnt.

319. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010.
Samþykkt að skipa Margréti Leifsdóttur og Águstu Sveinbjörnsdóttur fulltrúa skipulags- og byggingarsviðs við endurskoðunarvinnu á skipulagi LSH.

Jafnframt er óskað eftir að sviðsstjórar Framkvæmda- og eignasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs tilnefni fulltrúa. Óskað er eftir því að tilnefning liggi fyrir eins og fljótt og unnt er.


216. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. sept. 2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að hafin verði endurskoðun skipulags á athafnasvæði Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut til samræmis við meginatriði í kynntri vinningstillögu.

Það er þó álit skipulagsráðs að nauðsynlegt sé að vinna rammaskipulag svæðisins en í nýsamþykktum skipulagslögum er sveitarfélögum veitt heimild til að kveða á um þróun byggðar á nýjum eða eldri svæðum í rammahluta aðalskipulags. Það er álit skipulagsráðs að það sé tilvalið að nýta þá heimild til að kveða á um framtíðaruppbyggingu á lóð Landsspítalans, sér í lagi í ljósi þess að uppbyggingin mun taka langan tíma. Rammaskipulagið yrði þ.a.l. hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur og með því yrði framtíðarsýn LSH og Reykjavíkur varðandi svæðið staðfest.

Skipulagsráð leggur jafnframt ríka áherslu á að hvert skref í uppbyggingaráformum LSH sé fullunnið og frágengið hverju sinni og að unnið verði deiliskipulag fyrir hvern uppbyggingaráfanga, til samræmis við rammaskipulag. Telur skipulagsráð að slíkt vinnulag sé nauðsynlegt til að tryggja bestu mögulega ásýnd þessa mikilvæga svæðis í Reykjavík, á öllum skeiðum uppbyggingar.


318. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. sept. 2010.
Vísað til skipulagsráðs.