Skipulagsráð

Verknúmer : SN100295

212. fundur 2010
Skipulagsráð, bókun
Lögð fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Mateins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur "Formaður skipulagsráðs hefur nú upplýst að ástæðan fyrir því að einungis þrír fundir hafa verið haldnir í ráðinu frá borgarstjórnarkosningum sé sú að meirihlutinn hefur setið á lokuðum upplýsingafundum um skipulagsmál. Dagskrá fundanna var sett saman af embættismönnum sem sátu þá einnig og fluttu erindi. Algjört einsdæmi er að meirihluti haldi lokaða upplýsinga- og fræðslufundi í upphafi kjörtímabils og útiloki þá sem skipa minnihluta í borgarstjórn. Við þetta eru gerðar alvarlegar athugasemdir enda ekki í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð sem tíðkuð hafa verið í borgastjórn Reykjavíkur í áratugi. Ljóst má vera að yfirlýsingar borgarstjóra um samvinnu allra sem í borgastjórn sitja eru hjóm eitt.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Youman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason óskuðu bókað; "Nýr meirihluti hefur staðið við fyrirheit sitt um aukið samráð með minnihluta með því að bjóða honum að taka þátt í vikulegum undirbúningsfundum fyrir fundi í skipulagsráði".