Hvammsgerði 8

Verknúmer : SN100160

232. fundur 2011
Hvammsgerði 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27. janúar 2011 vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. mars 2010 um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á fyrstu og annarri hæð íbúðarhússins að Hvammsgerði 8 í Reykjavík.
Úrskurður:
Felld er úr gildi synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. mars 2010, er borgarráð staðfesti hinn 11. sama mánaðar, um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á fyrstu og annarri hæð íbúðarhússins að Hvammsgerði 8 í Reykjavík.



223. fundur 2010
Hvammsgerði 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. apríl 2010 þar sem kærð er afgreiðsla á byggingarleyfisumsókn um svalaskýli milli svala á 1. og 2. hæð hússins að Hvammsgerði 8. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 22. sept. 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

206. fundur 2010
Hvammsgerði 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. apríl 2010 þar sem kærð er afgreiðsla á byggingarleyfisumsókn um svalaskýli milli svala á 1. og 2. hæð hússins að Hvammsgerði 8.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu