Skipulagsráð

Verknúmer : SN100035

210. fundur 2010
Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps
Á fundi skipulagsráðs þann 27. janúar 2010 samþykkti skipulagsráð tillögu um stofnun starfshóps sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. nóvember 2010.
Skipulagsráð samþykkir að starfshópinn skipi eftirtaldir aðilar: Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.

197. fundur 2010
Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps
Á fundi skipulagsráðs þann 27. janúar 2010 lagði fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóley Tómasdóttir, fram eftirfarandi tillögu:
"Skipulagsráð samþykkir að setja á laggirnar starfshóp sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. maí 2010."
Tillagan var samþykkt á fundinum er er nú lagt fram að nýju.
Skipulagsráð samþykkir að starfshópinn skipi eftirtaldir aðilar:
Sóley Tómasdóttir, Ásgeir Ásgeirsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.


196. fundur 2010
Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóley Tómasdóttir, lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skipulagsráð samþykkir að setja á laggirnar starfshóp sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. maí 2010."
Samþykkt
Vísað til embættis skipulagsstjóra til frekari útfærslu.