Austurstræti 20

Verknúmer : SN090457

125. fundur 2015
Austurstræti 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. des. 2009, vegna samþykktar skipulagsráðs 2. des. 2009, sem var staðfest í borgarráði 10. des. 2009, þess efnis að tjald í bakgarði lóðarinnar nr. 20 við Austurstræti skyldi fjarlægt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. des. 2009. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 10. desember 2009 á tillögu byggingarfulltrúa um að samkomutjald, sem sett hafi verið upp í óleyfi á lóð Hressingarskálans að Austurstræti 20, verði fjarlægt á kostnað eiganda, fjarlægi hann það ekki sjálfur innan tilskilins frests.



195. fundur 2010
Austurstræti 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. des. 2009, vegna samþykktar skipulagsráðs 2. des. 2009, sem var staðfest í borgarráði 10. des. 2009, þess efnis að tjald í bakgarði lóðarinnar nr. 20 við Austurstræti skyldi fjarlægt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. des. 2009 og bráðabirgðaúrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. des. 2009. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda við niðurrif umdeilds tjalds. Jafnframt er hafnað kröfu hans um frestun réttarháhrifa samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 10. desember 2009 á tillögu byggingarfulltrúa um að samkomutjald, sem sett hafi verið upp í óleyfi á lóð Hressingarskálans að Austurstræti 20, verði fjarlægt á kostnað eiganda, fjarlægi hann það ekki sjálfur innan tilskilins frests.