Skipulagsráð

Verknúmer : SN090378

189. fundur 2009
Skipulagsráð, fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur.
"Frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipulagsráð sem fulltrúi Framsóknarflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lítið sést á fundum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýsingum um á hvaða fundi Sigmundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launakjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn."
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 2. nóvember 2009.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Torfi Hjartarson og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir óskuðu bókað: "Nú er ljóst að Sigmundur Davíð hefur mætt á 19 fundi frá því í ágúst 2008, verið í leyfi frá fundarstörfum í 7 fundi og verið fjarverandi og kallað út varamann á 19 fundi á tímabilinu.
Út frá upplýsingum um laun fyrir setu í skipulagsráði má reikna að Sigmundur Davíð hefur haft 1.006.276 í tekjur fyrir tímabilið. Þar sem hann hefur mætt á 19 fundi gerir það 52.962 kr. fyrir hvern fund.
Viðbótar kostnaður Reykjavíkurborgar við að kalla út varamenn á sama tíma eru rétt tæpar 200 þúsund þar sem greitt er 10.140 - 11.240 fyrir hvern fund (mismunandi eftir tímabilum eins og sjá má í svari).

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ragnar Sær Ragnarsson og fulltrúar Framsóknarflokksins Ásgeir Ásgeirsson og Brynjar Fransson óskuðu bókað: "Eins og flestum er kunnugt hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nefndarmaður í Skipulagsráði Reykjavíkur tekið að sér formennsku í stjórnmálaflokki og hefur af þeim sökum mætt minna á fundi en efni stóðu til í upphafi. Það er hins vegar hefð fyrir því í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar að fulltrúar gegna trúnaðarstörfum víða og hafa ekki verið gerðar athugasemdir við það fyrr en núna. Nýjasta dæmið er án efa fjarvera oddvita Samfylkingarinnar, Dags B Eggertssonar síðastliðið ár þar sem hann hefur tekið virkan þátt í stjórn landsmála á meðan hann var á launum hjá borginni. Ef Samfylkingin er að leggja til að reglur verði skýrari en verið hefur er réttast að hún byrji á sjálfri sér."

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Torfi Hjartarson og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir óskuðu bókað: "Fjarvera formanns Framsóknarflokksins í skipulagsráði er einsdæmi í borginni og full ástæða í framhaldi af því að endurskoða reglur borgarinnar. Fjarvera oddvita Samfylkingarinnar eru í engu samræmi við það sem til umræðu er í máli Sigmundar Davíðs. "


188. fundur 2009
Skipulagsráð, fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur.
"Frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipulagsráð sem fulltrúi Framsóknarflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lítið sést á fundum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýsingum um á hvaða fundi Sigmundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launakjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn."