Skipulagsráð

Verknúmer : SN090317

183. fundur 2009
Skipulagsráð, tillaga v/ bótaskyldu
Formaður skipulagsráðs, Júlíus Vífill Ingvarsson, lagði fram eftirfarandi tillögu;

"Skipulagsráð felur Skipulagsstjóra að gera samantekt á þeirri bótaskyldu sem sveitarfélög geta skapað sér samkvæmt núgildandi skipulags- og byggingarlögum nr. 73 frá 1997 vegna minnkunar byggingarmagns eða annarra breytinga á gildandi deiliskipulagsáætlunum. Ber í því sambandi að líta sérstaklega til aukinnar áherslu á verndun húsa, byggðarmynsturs, kvarða og samfellu nýrrar og eldri byggðar. Í samantektinni komi fram framkvæmd laganna og dómafordæmi.

Til samanburðar verði í sömu greinargerð skipulagsstjóra til ráðsins einnig gerð úttekt á sambærilegum ákvæðum í nærliggjandi löndum, einkum á norðurlöndunum, og hvernig þau hafa verið framkvæmd.

Skipulagsstjóri geri jafnframt tillögu að leiðum sem skapað geta skipulagsyfirvöldum meira frelsi við gerð skipulagsáætlana.
Hugsanleg bótaskylda sveitarfélaga heftir frelsi þeirra til þess að laga deiliskipulagsáætlanir að nýrri sýn og leiðrétta það sem ekki á við lengur og ekki er vilji til að haldi gildi sínu."
Samþykkt