Skipulagsráð

Verknúmer : SN090295

181. fundur 2009
Skipulagsráð, tillaga
Lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs;
" Skipulagsráð samþykkir að láta fara fram úttekt á gistirými í Reykjavík, nýtingu þess og áætlaða þörf fyrir frekari uppbyggingu. Tekið verði mið af þróun ferðamannaiðnaðarins og uppbyggingu hótela og gistiheimila á undanförnum árum. Úttektin verði notuð í þeirri vinnu sem framundan er við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkurborgar."

Samþykkt.
Tillögunni er vísað til vinnslu við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur.