Fálkagötureitur

Verknúmer : SN090288

223. fundur 2010
Fálkagötureitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. nóvember 2010 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 15. maí 2008 um deiliskipulag fyrir Fálkagötureit, sem afmarkast af Tómasarhaga, Hjarðarhaga, Suðurgötu, lóðum við Fálkagötu 1-13 og Tómasarhaga 7.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 15. maí 2008 um deiliskipulag fyrir Fálkagötureit í Reykjavík.


216. fundur 2010
Fálkagötureitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. ágúst 2009 ásamt kæru frá 31. júlí 2008 á ákvörðun borgarráðs þ. 28. maí 2008 um samþykkt deiliskipulags fyrir Fálkagötureit. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

181. fundur 2009
Fálkagötureitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. ágúst 2009 ásamt kæru frá 31. júlí 2008 á ákvörðun borgarráðs þ. 28. maí 2008 um samþykkt deiliskipulags fyrir Fálkagötureit.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs.