Kjalarnes, Útkot

Verknúmer : SN090287

270. fundur 2012
Kjalarnes, Útkot, kæra 51/2009, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. júlí 2009 ásamt kæru frá 9. s.m. á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 9. júní 2009 á umsókn um sameiningu spildna D og E í landi Útkots í Kjalarnesi ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. mars 2010. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. febrúar 2012. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi synjun borgarráðs Reykjavíkur frá 11. júní 2009 á umsókn kæranda um að spildur D og E í landi Útkots á Kjalarnesi verði sameinaðar undir eitt landnúmer með nafninu Útkot III.


202. fundur 2010
Kjalarnes, Útkot, kæra 51/2009, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. mars 2010, vegna kæru á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 9. júní 2009 á umsókn um sameiningu spildna D og E í landi Útkots í Kjalarnesi.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

181. fundur 2009
Kjalarnes, Útkot, kæra 51/2009, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. júlí 2009 ásamt kæru frá 9. s.m. á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 9. júní 2009 á umsókn um sameiningu spildna D og E í landi Útkots í Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs.