Kirkjusandur

Verknúmer : SN090232

178. fundur 2009
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 24. júní 2009, um breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðar nr. 41 við Borgartún samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 29. júní 2009. Um er að ræða breytingu á lóðarmörkum á suðvestur-horni lóðarinnar.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á hagsmuni lóðarhafa.

260. fundur 2009
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 24. júní 2009, um breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðar nr. 41 við Borgartún. Um er að ræða breytingu á lóðarmörkum á suðvestur-horni lóðarinnar.
Vísað til skipulagsráðs.