Reykjavíkurflugvöllur

Verknúmer : SN090214

176. fundur 2009
Reykjavíkurflugvöllur, málskot, bráðabirgðageymsla
Lagt fram bréf Flugstoða, dags. 2. júní 2009, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra dags. 8. maí 2009 á fyrirspurn (BN39741) um byggingu tækjageymslu til bráðabirgða á Reykjavíkurflugvelli. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 28. apríl 2009.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagt erindi, þó með þeim fyrirvara að í skilmálum vegna uppbyggingarinnar komi fram að innan byggingarreitsins megi rísa skemma sem standi til bráðabirgða. Leyfi verður veitt til 3ja ára í senn. Í skilmálum skal jafnframt koma fram að samhliða umsókn um byggingarleyfi skemmunnar skuli leggja fram þinglýsta yfirlýsingu um niðurrifskvöð.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins