Hólatorg 2

Verknúmer : SN090086

203. fundur 2010
Hólatorg 2, kærur, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. mars 2010 þar sem fyrir er tekin kæra á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 1. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits, er tók til lóðarinnar að Hólatorgi 2, og á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 um að veita leyfi til stækkunar rishæðar hússins að Hólatogi 2, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma þar fyrir dyrum og tröppum út í garð og endur¬byggja skúr á lóðinni.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 1. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits er tók til lóðarinnar að Hólatorgi 2. Jafnframt er hafnað kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 3. febrúar 2009 um að veita leyfi til stækkunar rishæðar hússins að Hólatogi 2, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma þar fyrir dyrum og tröppum út í garð og endurbyggja skúr á lóðinni.



173. fundur 2009
Hólatorg 2, kærur, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. apríl 2009 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs frá 1. október 2008 að breyta deiliskipulagi að Hólatorgi 2.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

167. fundur 2009
Hólatorg 2, kærur, umsögn, úrskurður
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kærum þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Hólatorgs 2 og vegna byggingarleyfis.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.