Njálsgata 33
Verknúmer : SN090030
161. fundur 2009
Njálsgata 33, breyting á deiliskipulagi Njálsgötureits 1
Lögð fram umsókn PK Arkitekta dags. 26. janúar 2009 um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 1 vegna lóðanna nr. 33 og 33A við Njálsgötu. Í breytingunni felst að lóðirnar nr. 33 og 33A verða sameinaðar samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.