Ánanaust landfyllingar

Verknúmer : SN080734

164. fundur 2009
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 17. febrúar 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Í ljósi þess að verulega hefur nú dregið úr framkvæmdum í borginni er ljóst að þörf fyrir losunarstaði hlýtur að vera umtalsvert minni en verið hefur. Jafnframt liggur fyrir að brýnt er að borgin nýti það svigrúm sem skapast hefur til stefnumótunar og ígrundunar. Með ofangreindum rökum er lagt til að gerð sé heildstæð úttekt og áætlun fyrir uppfyllingar, efnistöku á hafsbotni og þau sjónarmið sem lúta að varðveislu strandlengjunnar, landmótun og uppbyggingu á uppfyllingum. Nú er lag að skoða þessi málefni heildstætt í þágu borgar og náttúru. Boðuð er tillaga í þessa veru í borgarráði.


163. fundur 2009
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Frestað.

162. fundur 2009
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnti erindið.

161. fundur 2009
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 26. janúar 2009.
Frestað.

158. fundur 2008
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl 11:10.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.