Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins

Verknúmer : SN080611

151. fundur 2008
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna Græna trefilsins, Hólmsheiði, losunarstaður fyrir jarðefni.


149. fundur 2008
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu samkvæmt 1. mgr. 17. gr. l. nr 73/1997 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2008 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur . Í breytingunni er skilgreind staðsetning fyrir losunarstað fyrir jarðefni á Hólmsheiði innan græna trefilsins.
Samþykkt að óska eftir heimild til að auglýsa framlagða tillögu með vísan til 1. mgr. 18. gr. l. nr 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


226. fundur 2008
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags.xxxxxx varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur . Í breytingunni er skilgreind staðsetning fyrir losunarstað fyrir jarðefni á Hólmsheiði innan græna trefilsins.
Vísað til skipulagsráðs.