Laugavegur/Vatnsstígur

Verknúmer : SN080580

153. fundur 2008
Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning
Lagðar fram samanburðartillögur arkitektastofu Dennis og Hjördís, Arkibúllunar og VA arkitekta að mögulegri uppbyggingu á horni Laugavegs og Vatnsstígs.
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs: " Að undangenginni kynningu þriggja arkitektastofa á grunnhugmyndum að uppbyggingu á Laugavegi/Vatnsstíg og að höfðu samráði við lóðarhafa mælir skipulagsráð með því að lóðarhafi vinni áfram að tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þær meginhugmyndir sem fram koma í tillögu Arkibúllunar þar sem húsvernd er hluti tillögunar þar sem húsvernd er hluti tillögunnar."

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þeim Júlíusi Vífli Ingvarssyni og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Brynjari Franssyni.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Magnús Skúlasyni:

"Þrátt fyrir það að sú tillaga sem lögð er hér sé að hluta til í þágu varðveislu götumyndar Laugavegarins greiða fulltrúarnir atkvæði gegn henni. Ástæðan er sú að tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu við Vatnsstíg þar sem æskilegt væri að varðveita húsið númer 33 b við Laugaveg sem er gamalt steinhús með steyptu þaki og torgi fyrir framan. Það er ljóst að sérkennum Vatnsstígsins er fórnað með þeirri uppbyggingu við götuna sem tillagan gerir ráð fyrir. Við allar ákvarðanir um uppbyggingu og skipulag í miðborginni ber að virða anda miðborgarinnar og samhengi sögunnar eftir því sem framast er nokkur kostur.


151. fundur 2008
Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning
Kynntar hugmyndir að uppbyggingu á Laugaveg/Vatnsstíg.

Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 10:55 þá höfðu verið afgreidd mál 1-4 og mál nr. 7.
Frestað.

149. fundur 2008
Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning
Frestað.