Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5

Verknúmer : SN080500

298. fundur 2012
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember um samþykki borgarstjórnar dags. 20. nóvember 2012 vegna breytingar á svæðisskipulagi um Holtsgöng og byggingarsvæði 5.



293. fundur 2012
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 2. nóvember 2012 samanber bréf SSH dags. 27. október 2012. Einnig eru lögð fram uppfærð breytingartillaga ásamt greinargerð dags. 26. október 2012, umsögn svæðisskipulagsnefndar dags. 23. október 2012, álitsgerð fagráðs svæðisskipulagsnefndar dags. 23. október 2012.

Samþykkt með vísan til 2. gr. 25. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Youman og Karls Sigurðsssnar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Jórunn Frímannsdóttur greiddu atkvæði gegn samþykktinni
Vísað til borgarráðs.


287. fundur 2012
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5 dags. 7. nóvember 2011 breytt í apríl 2012. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. í apríl 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 20. september 2012.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Þórir Einarsson dags. 4. sept., Friðrik Kjarval dags. 4. sept. Guðrún Bryndís Karlsdóttir dags. 4. sept., Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept., Hörður Einarsson dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept. 2012 og Jón Eiríkur Guðmundsson f.h. Skipulagsnefndar Kjósarhrepps dags. 5. september 2012. Lögð fram drög að umsögn dags 24. september 2012 vegna athugasemda við svæðisskipulagsbreytingu.

Kynnt.

277. fundur 2012
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar dags. 8. júní 2012 þar sem tilkynnt er um samþykki allra hlutaðeigandi sveitarfélaga á breytingunni og óskað athugunar Skipulagsstofnunar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.




272. fundur 2012
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2012 um samþykkt borgarráðs þann 26. apríl 2012 vegna breytinga á svæðisskipulagi, höfuðborgarsvæðisins byggðasvæði 5.


271. fundur 2012
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5 dags. 7. nóvember 2011 breytt í apríl 2012. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. í apríl 2012.

Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti þá breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis varðandi Holtsgöng og Landspítala háskólasjúkrahús sem kynnt var á almennum kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. mars sl. Enn fremur að breytingartillagan verði send svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðis og hlutaðeigandi sveitarstjórnum til samþykktar skv. 3. mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og vísuðu til bókunar frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á fundi skipulagsráðs 9. nóvember 2011varðandi breytingu á svæðisskipulagi vegna Holtsganga.


256. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram drög að tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5, dagsett 7. nóvember 2011. Einnig lögð fram greinargerð, dags. s.d.

Samþykkt að kynna sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Vísað til svæðisskipulagsnefndar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
" Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir tvennum göngum, Öskjuhlíðargöngum og Holtsgöngum sem tengjast Kópavogsgöngum og er þessum þremur göngum sameiginlega ætlað að anna þeirri umferð sem kemur af suðurhluta höfuðborgarsvæðisins og stefnir niður í miðborg Reykjavíkur. Engin þessara gangna eru á samgönguáætlun en eru inni í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna með tilliti til byggðarþróunar og framtíðarlausna fyrir samgöngur. Bæjarstjórn Kópavogs ályktaði fyrr í þessum mánuði um mikilvægi þess að hefja undirbúning að gerð Kópavogsgangna og enn er gert ráð fyrir göngum undir Öskjuhlíð.
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á hafnarsvæði og víðar í vestur- og miðbænum sem mun kalla á aukna umferð. Ætla má að um 1.500 íbúðir muni rísa á þessu svæði á komandi árum og tugir þúsunda fermetra af atvinnuhúsnæði.
Augljós hætta fylgir því að umferð á leið niður í miðborg kvíslist um íbúa- og skólahverfi verði ekki hugsað fyrir greiðari leiðum en nú eru í boði. Auk þess hefur umferð um íbúagötur neikvæð áhrif á umhverfisgæði fyrir íbúa og hjólandi og gangandi umferð.
Ekki eru sjáanlegar leiðir fyrir þá auknu umferð sem á leið niður í miðborg samfara þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er. Þar á ofan eru hugmyndir uppi um að þrengja götur eins og Lækjargötu og Snorrabraut.
Aðalskipulag Reykjavíkur er í vinnslu og mun verða kynnt borgarbúum innan skamms. Öllum tillögum að breytingum á því hefur verið vísað inn í heildarendurskoðun skipulagsins með tilliti til þess að halda heildarsýn. Furðu sætir að þetta mál skuli tekið út fyrir rammann og afgreitt sérstaklega".

Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað: " Umferðarspá sýnir glögglega að ekki verður þörf á þessum göngum þegar Reykjavíkursvæðið verður "fullbyggt" jafnvel miðað við óbreyttar ferðavenjur.
Einnig er það greinilegt að núverandi gatnakerfi tekur vel við aukinni umferð sem mun fylgja fyrirséðri uppbyggingu á miðborgarsvæðinu".


371. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram drög að tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5, dagsett 7. nóvember 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

237. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 2. mars 2011, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3. mars 2011, umsögn Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011, Umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 11. mars 2011, umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2011 varðandi umferðarspár.
Framlagðar umsagnir kynntar.

343. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011 og umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

233. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 varðandi samþykkt borgarráðs frá 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna breytingar á deiliskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Holtsganga.



231. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Einnig samþykkt að leggja lýsinguna fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar Íslands, Isavia auk þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að svæðisskipulaginu. Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur og vef Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins


334. fundur 2011
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

239. fundur 2009
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. ágúst 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfðuborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga.
Kynna formanni skipulagsráðs.

220. fundur 2008
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. ágúst 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfðuborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga.
Vísað til skipulagsráðs.