Stóragerði 40-46

Verknúmer : SN080395

123. fundur 2015
Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfios- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. febrúar 2008 er lítur að breyttum mörkum deiliskipulags Espigerðis frá árinu 1971.

Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
Rétt bókun er:
Lagt fram
Jafnframt er afturkölluð vísun til borgarráðs af fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.


122. fundur 2015
Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfios- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. febrúar 2008 er lítur að breyttum mörkum deiliskipulags Espigerðis frá árinu 1971.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

151. fundur 2008
Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008, vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008 og staðfest í borgarráði 7. febrúar s.á..
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

138. fundur 2008
Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.