Dugguvogur 8-10

Verknúmer : SN080393

164. fundur 2009
Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. febrúar 2009 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að hafna umsókn um breytta notkun tiltekinna eignarhluta í atvinnuhúsinu nr. 10 við Dugguvog í Reykjavík. Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að synja umsókn kæranda um að breyta notkun eignarhluta 0206, 0207 og 0211 á annarri hæð, ásamt eignarhluta 0107 og 0111 á fyrstu hæð, í húsinu nr. 10 við Dugguvog, úr atvinnuhúsnæði í gistiheimili.





140. fundur 2008
Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 12. júní 2008 vegna kæru á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 4. mars 2008 á byggingarleyfisumsókn varðandi fasteignina að Dugguvogi númer 10.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

138. fundur 2008
Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 3. apríl 2008 þar sem kærð er synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 4. mars 2008 á byggingarleyfisumsókn varðandi fasteignina að Dugguvogi númer 10.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.