Fríkirkjuvegur 11

Verknúmer : SN080385

137. fundur 2008
Fríkirkjuvegur 11, lóðabreytingar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 27. maí 2008, varðandi breytingar á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg skv. mæliblaði, dags.26. maí 2008. Óskað er eftir skiptingu lóðarinnar og afmörkun tveggja nýrra lóða út úr henni.

Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrú Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði bókað: Fulltrúar Vinstri grænna hafa frá fyrstu tíð lagst gegn sölu hússins við Fríkirkjuveg 11 og er rétt að árétta þá afstöðu nú þegar lóðamörk vegna sölunnar eru afgreidd í skipulagsráði. Hallargarðurinn á, ekki síður en húsið, að vera í eigu og á forræði almennings.




211. fundur 2008
Fríkirkjuvegur 11, lóðabreytingar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 27. maí 2008, varðandi breytingar á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg skv. mæliblaði, dags.26. maí 2008. Óskað er eftir skiptingu lóðarinnar og afmörkun tveggja nýrra lóða út úr henni.
Vísað til skipulagsráðs.