Gamla höfnin

Verknúmer : SN080373

222. fundur 2010
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Lögð fram verðlaunatillaga Graeme Massie Architects
í hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjagarði í vestri.

Graeme Massie arkitekt kynnti tillöguna.

198. fundur 2010
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni

Verðlaunatillaga Graeme Massie úr hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sf. um Gömlu höfnina liggur fyrir og hefur verið kynnt stjórn Faxalfóahafna sf. og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Stjórn Faxaflóahafna sf. telur mikilvægt að lykilniðurstöður vinningstillögunnar verði hafðar til hliðsjónar skipulagsvinnu á samkeppnissvæðinu og taki mið af þeim þar sem það er mögulegt. Að auki eru áhugaverðar lausnir í þeim öðrum verðlaunatillögum sem nauðsynlegt er að fara yfir og eftir atvikum að fella inn í framtíðarsýn og frekari þróunarvinnu fyrir hafnarsvæðið. Lagt er til að skipaður verði fimm manna starfshópur, með þremur fulltrúum stjórnar Faxaflóahafna sf. og tveimur fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík sem hefur það hlutverk að vinna úr niðurstöðum hugmyndasamkeppninnar. Tillögurnar verði skoðaðar með tilliti til hversu raunhæfar þær eru, hvernig megi áfangaskipta þeim og áhrif þeirra á þegar samþykkt skipulagsáform. Starfsmenn Faxaflóahafna sf. og skipulags- og byggingarsviðs vinni með starfshópnum.
Samþykkt.

194. fundur 2009
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Kynnt niðustaða varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.

Stefán Þór Björnsson og Björk Vilhelmsdótir véku af fundi kl. 11:45 þá átti eftir að fjalla um mál nr. 7, 8 og 13 dagskránni
Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt kynnti.

162. fundur 2009
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Lögð fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. maí 2008 og 11. júní 2008 varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. janúar 2009, varðandi mögulega breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:15, Zakaria Elías Anbari tók sæti á fundinum í hans stað.
Ásdís Ingþórsdóttir, arkitekt, kynnti.

152. fundur 2008
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 11. júní 2008, varðandi tilnefningu fulltrúa í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.
Samþykkt að tilnefna Sigmund Davíð Gunnlaugsson í stýrihópinn sem fulltrúa skipulagsráðs í stað Gísla Marteins Baldurssonar.

137. fundur 2008
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. maí 2008, varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.
Samþykkt að tilnefna Gísla Martein Baldursson sem fulltrúa skipulagsráðs í stýrihóp um hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna.

136. fundur 2008
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. maí 2008, varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.