Hádegismóar, búddahof

Verknúmer : SN080358

156. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa vegna Búddahofs.


154. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Að lokinni auglýsingu er lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa. Tillagan gerir ráð fyrir að ný lóð verði afmörkuð fyrir Búddistahof. Við það lengist deiliskipulagssvæði til suðurs og austurs. Byggingar eru þrjár, hof, samkomu, og fyrirlestrarsalir og stúpa (strýta) ásamt 12 bílastæðum. Byggingarmagn er samtals 600 m². Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá: Sæmundi Eiríkssyni, f.h. reiðveganefndar Harðar, dags. 14. október 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


232. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Að lokinni auglýsingu er lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa. Tillagan gerir ráð fyrir að ný lóð verði afmörkuð fyrir Búddistahof. Við það lengist deiliskipulagssvæði til suðurs og austurs. Byggingar eru þrjár, hof, samkomu, og fyrirlestrarsalir og stúpa (strýta) ásamt 12 bílastæðum. Byggingarmagn er samtals 600 m². Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá: Sæmundi Eiríkssyni, f.h. reiðveganefndar Harðar, dags. 14. október 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

148. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 3. september 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa vegna búddahofs.


145. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa þar sem gert er ráð fyrir 4235 m2 lóð fyrir búddistahof. Lögð fram erindi Páls Júlíussonar til borgarstjóra, dags. 14. og 11. apríl 2007. Einnig lagt fram bréf Vífils Magnússonar dags. 14. júlí 2008 varðandi málið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Erindið er jafnframt sent Umhverfis-og samgöngusviði til umsagnar.


221. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa þar sem gert er ráð fyrir 4235 m2 lóð fyrir búddistahof. Lögð fram erindi Páls Júlíussonar til borgarstjóra, dags. 14. og 11. apríl 2007. Einnig lagt fram bréf Vífils Magnússonar dags. 14. júlí 2008 varðandi málið.
Kynna formanni skipulagsráðs.

210. fundur 2008
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa þar sem gert er ráð fyrir 4235 m2 lóð fyrir búddistahof. Lögð fram erindi Páls Júlíussonar til borgarstjóra, dags. 14. og 11. apríl 2007.
Vísað til skipulagsráðs.