Ægisíða, Fossvogsdalur
Verknúmer : SN080343
136. fundur 2008
Ægisíða, Fossvogsdalur, göngustígur, hjólastígur
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 9. maí 2008, vegna göngu- og hjólastígs frá Faxaskjóli að Reykjanesbraut. Í fyrsta áfanga er lagt til að gerður verði hjólastígur meðfram Ægissíðu frá Hofsvallagötu að Suðurgötu.
Stefán Finnsson, verkefnisstjóri kynnti.
Ráðið samþykkti að fela embætti skipulagsstjóra að vinna greinargerð, í samráði við umhverfis- og samgöngusvið, um mögulegar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur og deiliskipulagsáætlunum vegna framkvæmdarinnar.