Skipulagsráð

Verknúmer : SN080302

133. fundur 2008
Skipulagsráð, fyrirspurn frá fulltrúum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs,Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins
Í útvarpsfréttum í gær, 6. maí, kom fram að Ungmennafélag Íslands hefur gert leigusamning við Icelandair hotels um hótelrekstur að Tryggvagötu 13. UMFÍ höfðu fengið vilyrði fyrir lóðinni í þágu félagsstarfs og til að nýta sem svokallað "ungdomshus". Þar sem lóðinni hefur ekki verið úthlutað formlega til UMFÍ heldur aðeins undirrituð vilyrði um úthlutun af hálfu Reykjavíkurborgar er spurt:
1. Hvaða ákvarðanir liggja fyrir í samskiptum Reykjavíkurborgar og Ungmennafélags Íslands og hvaða skilyrði eru fyrir væntanlegri úthlutun lóðarinnar?
2. Er UMFÍ heimilt að gera samning eins og þann sem útvarpsfréttir greindu frá, þ.e. án þess að úthlutun liggi fyrir?
3. Er ástæða til að endurskoða skilmála um úthlutun til UMFÍ ef fram kemur að ekki stendur til að nýta húsið sem svokallað ¿ungdomshus¿ eins og gert hafði verið ráð fyrir í upphaflegum samskiptum við borgina?