Miðborgin, kjarnasvæði

Verknúmer : SN080207

130. fundur 2008
Miðborgin, kjarnasvæði, afmörkun
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 7. apríl 2008 að skilmálum og afmörkum kjarnasvæða.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs til kynningar.


129. fundur 2008
Miðborgin, kjarnasvæði, afmörkun
Lagt fram til kynningar og umræðu kortlagning skipulagsstjóra dags. í mars 2008 á auðu húsnæði í miðborg Reykjavíkur, Húsverndarkort Reykjavíkur og kort af stöðu deiliskipulags í miðborginni ásamt ljósmyndum.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að útfæra til samþykktar tillögu um sérstakt kjarnasvæði í miðborg Reykjavíkur. Kjarnasvæðið skal afmarkað með hliðsjón af skilgreiningu um sérstakt miðborgarsvæði þar sem gilda skuli ákveðnar og skýrar grunnreglur í skipulagi, umfram önnur svæði. Krafan um borgarvernd, gæði og hönnun skal á þessu kjarnasvæði vera bæði rík og skýr, auk þess sem almenna reglan skal vera að byggingarmagn á hverjum reit verði ekki aukið nema fyrir því liggi sterk rök í þágu kjarnasvæðisins. Skipulagsráð telur stefnumörkun af þessu tagi afar mikilvæga fyrir skipulagsþróun miðborgarinnar og óskar eftir því að tillaga að sameiginlegri samþykkt ráðsins liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.