Fossvogsdalur

Verknúmer : SN080171

130. fundur 2008
Fossvogsdalur, breytt deiliskipulag vegna Fagralundar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs 27. s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs 12. s.m., varðandi breytingu Kópavogsbæjar á deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna íþróttasvæðis HK.


127. fundur 2008
Fossvogsdalur, breytt deiliskipulag vegna Fagralundar
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 5. mars 2008, vegna breytts deiliskipulags íþróttasvæðis HK í Fossvogsdal. Deiliskipulagið nær yfir Fagralund, lóð HK í Fossvogi, sem afmarkast af landi Reykjavíkur í norðri, skólagörðum í vestri, fjölbýlishúsalóðum við Furugrund og Daltún í suðri og opnu grassvæði í austri skv. uppdrætti, dags. 25. febrúar 2008. Breytingin felst m.a. í breyttum byggingarreitum og stækkun íþróttavallar. Um er að ræða sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Reykjavíkur og óskað er samþykkis borgaryfirvalda fyrir breytingunni.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu og samþykkir breytinguna að því er varðar hagsmuni Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarráðs.



202. fundur 2008
Fossvogsdalur, breytt deiliskipulag vegna Fagralundar
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 5. mars 2008, vegna breytts deiliskipulags íþróttasvæðis HK í Fossvogsdal. Deiliskipulagið nær yfir Fagralund, lóð HK í Fossvogi, sem afmarkast af landi Reykjavíkur í norðri, skólagörðum í vestri, fjölbýlishúsalóðum við Furugrund og Daltún í suðri og opnu grassvæði í austri skv. uppdrætti, dags. 25. febrúar 2008. Breytingin felst m.a. í breyttum byggingarreitum og stækkun íþróttavallar. Um er að ræða sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Reykjavíkur og óskað er samþykkis borgaryfirvalda fyrir breytingunni.
Vísað til skipulagsráðs.