Skipulagsráð

Verknúmer : SN080142

127. fundur 2008
Skipulagsráð, fyrirspurn um lóðaúthlutun til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta.
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. mars 2008 ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. í mars 2008 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins, Óskari Bergssyni í skipulagsráði 27. febrúar 2008 um lóðaúthlutun til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta.


125. fundur 2008
Skipulagsráð, fyrirspurn um lóðaúthlutun til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta.
Lagðar fram fyrirspurnir fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins, Óskari Bergssyni.
Borgarráð vísaði til Skipulagssviðs viljayfirlýsingum um lóðaúthlutunar til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta. Hvenær er von á því að Skipulagssvið afgreiði umrædd erindi ?