Skipulagsráð

Verknúmer : SN080141

127. fundur 2008
Skipulagsráð, fyrirspurn um færanleg smáhýsi
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. mars 2008 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur á fundi skipulagsráðs 27. febrúar 2008 um færanleg smáhýsi.


125. fundur 2008
Skipulagsráð, fyrirspurn um færanleg smáhýsi
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur
Borgarráð vísaði til Skipulagssviðs 13. desember sl. að finna hentuga staðsetningu fyrir 6 færanleg smáhýsi sem ætluð eru utangarðsfólki. Hafði í tillögu til velferðarráðs verið óskað eftir því að staðsetning lægi fyrir í janúar. Nú spyrja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri - grænna hvar málið sé statt hjá Skipulagssviði.