Vesturlandsvegur landnúmer 195206

Verknúmer : SN080132

139. fundur 2008
Vesturlandsvegur landnúmer 195206, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. júní 2008 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. febrúar 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir dælustöð á lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. febrúar 2008, sem staðfest var í borgarráði hinn 7. febrúar s.á., um að veita byggingarleyfi fyrir dælustöð á lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.


126. fundur 2008
Vesturlandsvegur landnúmer 195206, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. febrúar 2008, um kæru á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 að veita leyfi til að byggja dælustöð úr steinsteypu á lóð með landnúmer 195206 við Vesturlandsveg og kröfu um stöðvun framkvæmda .
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

125. fundur 2008
Vesturlandsvegur landnúmer 195206, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 að veita leyfi til að byggja dælustöð úr steinsteypu á lóð með landnúmer 195206 við Vesturlandsveg og krafa um stöðvun framkvæmda .
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu