Laugavegsreitir

Verknúmer : SN080080

123. fundur 2008
Laugavegsreitir, skipun vinnuhóps og miðborgarteymis
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. febrúar 2008 að skipun vinnuhóps og stofnun miðborgarteymis Reykjavíkurborgar vegna endurskoðunar á deiliskipulögum Laugavegsreita í samræmi við bókun borgarráðs frá 24. janúar 2008.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til frekari meðferðar skipulagsstjóra.

Óskar Bergsson áheyrnarfulltrú Framsóknarflokksins óskaði bókað: Skipun nýs stýrihóps um endurskoðun Laugarvegar er staðfesting á ráðaleysi Sjálfstæðisflokksins og lista Frjálslyndra og óháðra í skipulagsmálum miðborgarinnar. Uppkaupin á Laugarvegi 4 og 6 eru greinilega fordæmisgefandi og þess vegna er hlaupið til og skipaður en einn stýrihópur til þess að ýta vandanum á undan sér í stað þess að leysa hann. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eiga ekki að fela sig á bak við stýrihópa þegar við blasa einfaldar skipulagslegar ákvarðanir, sem skipulagsráð hefur verið kjörið til að afgreiða og leysa.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og fulltrúi Frjálslyndra og óháðra Ólöf Guðný Valdimarsdóttir óskuðu bókað: Í bókun Óskars Bergssonar gætir því miður bæði rangfærslna og misskilning. Í fyrsta lagi gengur þessi tillaga ekki út á skipan stýrihóps, heldur miðborgarteymis Reykjavíkurborgar og vinnuhóps þeim til ráðgjafar. Með því er tryggt að verkefnið verði unnið hratt og örugglega, enda munu tillögur verða kynntar í apríl/maí. Að auki er umrædd tillaga um endurskoðun deiliskipulags við Laugaveginn í samræmi við bókun borgarráðs frá 24.janúar og sú tillaga sem Óskar Bergsson kýs að kenna við Sjálfstæðisflokks og F-lista, samþykkt af öllum fulltrúm allra flokka sem fulltrúa eiga í skipulagsráði. Skipulagsráð er með þessari tillögu í engu að víkja sér undan þessu vandasama verkefni, öðru nær er skipulagsráð einhuga í því að sú endurskoðun sem nú verður farið í geti tryggt aukna sátt, aukin gæði og verðmæti við og fyrir þessa mikivægu verslunargötu Reykvíkinga.