Þingvað 21

Verknúmer : SN070667

123. fundur 2008
Þingvað 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn KRark f.h. Frjálsa fjárfestingarbankans, dags. 23. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 21 við Þingvað skv. uppdrætti, dags. 16. okt. 2007. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreitar til suðurs. Grenndarkynningin stóð yfir frá 9. nóv. til 7. des. 2007. Athugasemd barst frá Páli Pálssyni og Önnu Eiríksdóttur Þingvaði 1, dags. 5. des. 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 13. des. 2007.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

192. fundur 2007
Þingvað 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn KRark f.h. Frjálsa fjárfestingarbankans, dags. 23. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 21 við Þingvað skv. uppdrætti, dags. 16. okt. 2007. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreitar til suðurs um 2,0 m. Grenndarkynningin stóð yfir frá 9. nóv. til 7. des. 2007. Athugasemd barst frá Páli Pálssyni og Önnu Eiríksdóttur Þingvaði 1, dags. 5. des. 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

185. fundur 2007
Þingvað 21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn KRark f.h. Frjálsa fjárfestingarbankans, dags. 23. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 21 við Þingvað skv. uppdrætti, dags. 16. okt. 2007. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreitar til suðurs um 2,0 m.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þingvaði 1, 23 og 61-83 (ójöfn númer).