Ánanaust, landfyllingar

Verknúmer : SN070624

129. fundur 2008
Ánanaust, landfyllingar, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. mars 2008 vegna kæru á útgáfu skipulagsstjóra Reykjavíkur hinn 4. febrúar 2008 á framkvæmdaleyfi fyrir allt að þriggja hektara landfyllingu út frá Ánanaustum í Reykjavík með efni úr grunni bílastæðahúss á byggingarsvæði við Geirsgötu. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Vísað til borgarráðs til kynningar.

120. fundur 2008
Ánanaust, landfyllingar, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 14. desember 2007 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 20. júní 2007 um að samþykkja veitingu framkvæmdaleyfis fyrir allt að þriggja hektara landfyllingu út frá Ánanaustum i Reykjavík með efni úr grunni bílastæðahúss á byggingarsvæði við Geirsgötu. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


113. fundur 2007
Ánanaust, landfyllingar, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra íbúa og húsfélagsins Vesturgata 69-75 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. september 2007, vegna landfyllingar við Ánanaust. Krafist er ógildingar á framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda. Lögð fram umsögn sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 22. október 2007 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 29. október 2007.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

110. fundur 2007
Ánanaust, landfyllingar, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra íbúa og húsfélagsins Vesturgata 69-75 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. september 2007, vegna landfyllingar við Ánanaust. Krafist er ógildingar á framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu og aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs.