Borgartún 8-16

Verknúmer : SN070463

114. fundur 2007
Borgartún 8-16, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála frá 29. október 2007, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. júní 2007 um að heimila byggingu húss á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. júní 2007 um að heimila byggingu húss á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.


104. fundur 2007
Borgartún 8-16, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála frá 15. ágúst 2007, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. júní 2007 um að heimila byggingu húss á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi er hafnað.


102. fundur 2007
Borgartún 8-16, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 31. júlí 2007, vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa þann 19. júní 2007 á byggingarleyfisumsókn Höfðatorgs um leyfi til að byggja 4. áfanga sem felur í sér 7 - 19 hæða byggingar á lóðunum 8 - 16 við Borgartún.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

101. fundur 2007
Borgartún 8-16, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 24. júlí 2007, á samþykkt byggingarfulltrúa þann 19. júní 2007 á byggingarleyfisumsókn Höfðatorgs um leyfi til að byggja 4. áfanga sem felur í sér 7 - 19 hæða byggingar á lóðunum 8 - 16 við Borgartún.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.