Borgarvernd, húsvernd

Verknúmer : SN070387

208. fundur 2010
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram að nýju 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.

Júlíus Vífill Ingvarssonar vék af fundi kl. 11:43
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkast í sögulegum miðbæjum víða í Evrópu og Norður Ameríku. Átt er við það sem í Bretlandi kallast conservation area og historic district í Bandaríkjunum.
Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist.
Slík skilgreining skal verða hluti af staðfestu aðalskipulagi og taka gildi ekki síðar en á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 2010."
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.


156. fundur 2008
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram að nýju 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt kynnti

234. fundur 2008
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

137. fundur 2008
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt, kynnti.
Vísað til skipulagsstjóra.


133. fundur 2008
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Frestað.

121. fundur 2008
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. júní 2007, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 19. júní 2007 um að fram fari heildarendurskoðun á húsverndaráætlunum Reykjavíkur. Einnig lagðir fram minnispunktar Hjörleifs Stefánssonar ark., dags. 10. janúar 2008 varðandi stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum.
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt kynnti.