Grafarholt austur

Verknúmer : SN070382

111. fundur 2007
Grafarholt austur, breytt deiliskipulag v/ bílastæða
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga VSÓ Ráðgjafar dags. 23. ágúst 2007 f. h. Framkvæmdasviðs að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir gestabílastæðum við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug. Grenndarkynningin stóð frá 7. september til og með 5. október 2007. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Jón B. Birgisson fh. húsfélagsins Andrésarbrunni 9 dags. 16. september 2007, Inga Jessen formaður húsfélags Katrínarlind 2-8, dags. 4. október 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 9. október 2007.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

183. fundur 2007
Grafarholt austur, breytt deiliskipulag v/ bílastæða
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga VSÓ Ráðgjafar dags. 23. ágúst 2007 f. h. Framkvæmdasviðs að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir gestabílastæðum við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug. Grenndarkynningin stóð frá 7. september til og með 5. október 2007. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Jón B. Birgisson fh. húsfélagsins Andrésarbrunni 9 dags. 16. september 2007, Inga Jessen formaður húsfélags Katrínarlind 2-8, dags. 4. október 2007.

Vísað til skipulagsráðs.

178. fundur 2007
Grafarholt austur, breytt deiliskipulag v/ bílastæða
Lögð fram tillaga VSÓ Ráðgjafar dags. 23. ágúst 2007 f. h. Framkvæmdasviðs að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir gestabílastæðum við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðahöfum Katrínarlindar 1-7 og 2-8, Marteinslaugar 1-7 og 8-16 , Andrésarbrunns 9-17 og 12-18. þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

171. fundur 2007
Grafarholt austur, breytt deiliskipulag v/ bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, dags. 8. júní 2007, um fjölgun bílastæða við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug. Einnig lagðir fram uppdrættir framkvæmdasviðs, dags. 18. júní 2007.
Vísað til umsagnar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.

169. fundur 2007
Grafarholt austur, breytt deiliskipulag v/ bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, dags. 8. júní 2007, um fjölgun bílastæða við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn, sem síðar verður grenndarkynnt.