Fiskislóð 15-21

Verknúmer : SN070364

107. fundur 2007
Fiskislóð 15-21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta f.h. Smáragarðs ehf, dags. 12. júlí 2007, ásamt uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 4. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðar nr. 15-21 við Fiskislóð. Breytingin er eftirfarandi: Á lóðinni eru skilgreindir tveir byggingarreitir í stað eins. Einn fyrir meginbygginguna og annar í norðurhluta lóðarinnar þar sem hámarkshæð yfir kóta aðkomuhæðar er 4,2 m. Byggingarreitur meginbyggingar minnkar lítillega.
Grenndarkynningin stóð frá 13. ágúst til og 10. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

174. fundur 2007
Fiskislóð 15-21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ask arkitekta f.h. Smáragarðs ehf, dags. 12. júlí 2007, ásamt uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 4. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðar nr. 15-21 við Fiskislóð. Breytingin er eftirfarandi: Á lóðinni eru skilgreindir tveir byggingarreitir í stað eins. Einn fyrir meginbygginguna og annar í norðurhluta lóðarinnar þar sem hámarkshæð yfir kóta aðkomuhæðar er 4,2 m. Byggingarreitur meginbyggingar minnkar lítillega.
Samþykkt að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fiskislóð 11, 13, 27 og 29.

168. fundur 2007
Fiskislóð 15-21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta f.h. Smáragarðs ehf, dags. 12. júní 2007, ásamt uppdrætti, dags. 4. júní 2007, um færslu á skýli innan lóðar nr. 15-21 við Fiskislóð. Einnig lagt fram minnisblað VGK hönnunar, dags. 4. júní 2007.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn, á eigin kostnað, sem síðan verður grenndarkynnt.