Gufunes, útivistarsvæði

Verknúmer : SN070319

118. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 24. október 2007 vegna breytinga á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Jafnframt var samþykkt svohljóðandi viðaukatillaga: Við hönnun bygginga skal tekið mið af niðurstöðum rannsókna á hugsanlegu gasútstreymi frá urðunarsvæði þannig að þær safni ekki gasi í kjöllurum eða lokuðum rýmum. Sérstaklega skal hugað að því að uppsöfnun gass geti ekki orðið í grunnum, sökklum eða kjöllurum.


112. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landark, dags. 10. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Breytingin felst m.a. í því að afmörkun og stærð lóðar ÍTR er breytt, byggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað. Auglýsingin stóð yfir frá 20. júní til og með 1. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Vigni Bjarnasyni Hrísrima 30, dags. 5. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 25. september 2007. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um athugasemdir, dags. 18. október 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.
Vísað til borgarráðs.


184. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landark, dags. 10. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Breytingin felst m.a. í því að afmörkun og stærð lóðar ÍTR er breytt, byggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað. Auglýsingin stóð yfir frá 20. júní til og með 1. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Vigni Bjarnasyni Hrísrima 30, dags. 5. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 25. september 2007. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um athugasemdir, dags. 18. október 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

177. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landark, dags. 10. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Breytingin felst m.a. í því að afmörkun og stærð lóðar ÍTR er breytt, byggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað. Auglýsingin stóð yfir frá 20. júní til og með 1. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Vigni Bjarnasyni Hrísrima 30, dags. 5. júlí 2007.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs vegna athugasemda um mengunarhættu.

174. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landark, dags. 10. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Breytingin felst m.a. í því að afmörkun og stærð lóðar ÍTR er breytt, byggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað. Auglýsingin stóð yfir frá 20. júní til og með 1. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Vigni Bjarnasyni Hrísrima 30, dags. 5. júlí 2007.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.

99. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs 14. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis á Gufunesi.


96. fundur 2007
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landark, dags. 10. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Breytingin felst m.a. í því að afmörkun og stærð lóðar ÍTR er breytt, byggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.