Lokastígur 28

Verknúmer : SN070227

113. fundur 2007
Lokastígur 28, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 25. október 2007, vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 27. september 2006 á leyfi til að innrétta kaffihús á 2. hæð hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg. Úrskurðarorð: Synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 27. september 2006 á umsókn um að innrétta kaffihús á annarri hæð hússins að Lokastíg 28 í Reykjavík er felld úr gildi. Vísað er frá úrskurðarnefndinni kröfu um að úrskurðarnefndin heimili breytt not fasteignarinnar að Lokastíg 28 í Reykjavík.


101. fundur 2007
Lokastígur 28, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. júlí 2007, vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 27. september 2006 á leyfi til að innrétta kaffihús á 2. hæð hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Samþykkt

89. fundur 2007
Lokastígur 28, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 2. apríl 2007 ásamt kæru, dags. 26. október 2006, þar sem kærð er synjun skipulagsráðs frá 27. september 2006 á leyfi til að innrétta kaffihús á 2. hæð hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.