Kjalarnes, Vellir

Verknúmer : SN070215

94. fundur 2007
Kjalarnes, Vellir, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2007 var lögð fram umsókn Ólafs Jónssonar, dags. 27. mars 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Valla á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 12. mars 2007. Tillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að 3 íbúðarhúsum ásamt hesthúsi með aðkomu frá núverandi vegi auk þess sem syðri mörk Græna trefilsins á Völlum verði færð.
Synjað með vísan til þess að umsóknin samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 um uppbyggingu innan græna trefilsins og ákvæðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Erindinu er vísað til skoðunar varðandi mörk græna trefilsins, til stýrihóps um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.


163. fundur 2007
Kjalarnes, Vellir, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2007 var lögð fram umsókn Ólafs Jónssonar, dags. 27. mars 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Valla á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 12. mars 2007. Tillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að 3 íbúðarhúsum ásamt hesthúsi með aðkomu frá núverandi vegi auk þess sem syðri mörk Græna trefilsins á Völlum verði færð.

Kynna formanni skipulagsráðs.

159. fundur 2007
Kjalarnes, Vellir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ólafs Jónssonar, dags. 27. mars 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Valla á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 12. mars 2007. Tillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að 3 íbúðarhúsum ásamt hesthúsi með aðkomu frá núverandi vegi auk þess sem syðri mörk Græna trefilsins á Völlum verði færð.
Kynna formanni skipulagsráðs.