Örfirisey

Verknúmer : SN070130

85. fundur 2007
Örfirisey, umferð á fyrirhugaðri landfyllingu
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 28. febrúar 2007, ásamt bréfi Smáragarðs ehf., dags. 7. febrúar 2007, um að umferð á fyrirhugaðri landfyllingu utan Örfiriseyjar verði sem mest beint í gegnum verslunar- og þjónustuhverfi sem er að þróast.
Ráðið er jákvætt gagnvart framtíðar íbúðabyggð í Örfirisey en bendir á að breytingar eins og þær sem fram koma í framlögðu erindi eru háðar endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur og mati á umhverfisáhrifum. Í ljósi þess er ekki tímabært að taka formlega afstöðu til erindisins og er því þannig vísað til frekari skoðunar í stýrihóp vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.