Fiskislóð 23-25

Verknúmer : SN070125

96. fundur 2007
Fiskislóð 23-25, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta dags. 15. apríl 2007 að breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits, hækkun nýtingarhlutfalls. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

161. fundur 2007
Fiskislóð 23-25, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta dags. 15. apríl 2007 að breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits, hækkun nýtingarhlutfalls
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fiskislóð 27, 43 og 45 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

158. fundur 2007
Fiskislóð 23-25, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skiplagsfulltrúa dags. 2. mars 2007 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Barðinn ehf, dags. 28. febrúar 2007, ásamt uppdr. dags. 23. febrúar 2007, varðandi stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 23-25 við Fiskislóð. Erindinu var á fundinum vísað til umsagnar Faxaflóahafna.
Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 20. mars 2007.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindi sem síðar verðru grenndarkynnt í samræmi við umsögn Faxaflóahafna.

154. fundur 2007
Fiskislóð 23-25, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Barðinn ehf, dags. 28. febrúar 2007, ásamt uppdr. dags. 23. febrúar 2007, varðandi stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 23-25 við Fiskislóð.
Vísað til umsagnar Faxaflóahafna.